Spurt og svarað

09. janúar 2007

Má bera smá ólífuolíu á geirvörturnar?

Sælar og takk fyrir góðan vef :)

Ég er með frekar þurra húð og eftir sturtu eða böð verða geirvörturnar frekar þurrar, eins og önnur svæði á líkamanum. Má ég ekki alveg bera smá ólífuolíu á þær svo ég flagni nú ekki alveg upp? Ástæða þess að ég spyr er sú að ég hef lesið að maður eigi helst ekki að vera að bera á þær krem né annað á meðgöngunni.

Takk, takk.

Kveðja, M.


Sæl og blessuð M.

Jú, það er allt í lagi fyrir þig að bera á þig örlitla olíu eða krem ef húðin er þurr. Það eru hinar sem eru með eðlilega húð sem ekki eiga að vera að bera neitt á sig. Hins vegar gæti verið gott fyrir þig að reyna að styrkja eiginleika húðarinnar til sjálfsmurningar með því að draga úr sápunotkun eða notkun annarra efna sem hafa áhrif á þessa hæfileika. Það gætu verið sterk efni, þvottaefni, ilmefni ofl.

Með ósk um gott gengi.  

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. janúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.