Má borða geitaost á meðgöngu?

22.06.2010

Hér kem ég með eina lauflétta fyrir ykkur :0).

Má borða geitaost á meðgöngu? Mér finnst eins og hafi heyrt að það megi ekki en ég finn ekkert um það.

Takk fyrir, Kristín.


Sæl Kristín!

Já þessi er lauflétt ;-)

Það má borða geitaost á meðgöngu svo framarlega sem hann er unninn úr gerilsneyddri mjólk. Það á við um alla osta.

Ostakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2010.