Má borða hunang á meðgöngu?

06.10.2010

Mig langar að vita hvort það sé í lagi að borða hunang á meðgöngu. Finn hvergi upplýsingar um þetta en hef heyrt frá nokkrum konum að ég ætti alls ekki að borða hunang vegna hættu á bakteríu sem getur verið hættuleg fyir barnið. Mig minnir að þetta eigi að vera sama baktería og getur verið í hráum fisk.


Sæl og blessuð!

Það er ekki skrýtið að allar þessar upplýsingar skolist eitthvað til. Það er í góðu lagi að borða hunang á meðgöngu en það er bara ekki mælt með því að gefa börnun innan eins árs vegna þess að í hunangi getur einstaka sinnum verið baktería (Clostridium Botulinum) sem myndar eiturefni í þörmum ungbarna og getur valdið alvarlegum veikindum hjá barninu (infant botulism).

Sjá nánar í annarri fyrirspurn um hunang

Hunangskveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. október 2010.