Spurt og svarað

06. október 2010

Má borða hunang á meðgöngu?

Mig langar að vita hvort það sé í lagi að borða hunang á meðgöngu. Finn hvergi upplýsingar um þetta en hef heyrt frá nokkrum konum að ég ætti alls ekki að borða hunang vegna hættu á bakteríu sem getur verið hættuleg fyir barnið. Mig minnir að þetta eigi að vera sama baktería og getur verið í hráum fisk.


Sæl og blessuð!

Það er ekki skrýtið að allar þessar upplýsingar skolist eitthvað til. Það er í góðu lagi að borða hunang á meðgöngu en það er bara ekki mælt með því að gefa börnun innan eins árs vegna þess að í hunangi getur einstaka sinnum verið baktería (Clostridium Botulinum) sem myndar eiturefni í þörmum ungbarna og getur valdið alvarlegum veikindum hjá barninu (infant botulism).

Sjá nánar í annarri fyrirspurn um hunang

Hunangskveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. október 2010.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.