Má ég hengja út á snúru?

19.05.2008

Góðan daginn.

Ég er að velta fyrir mér hvort óléttar konur megi hengja út á snúru eða teygja hendur upp fyrir höfuð á meðgöngunni. Hef heyrt að þetta megi ekki því hætta sé á að naflastrengurinn vefjist utan um hálsinn á barninu. Er þetta einhver mýta sem komið hefur eða er þetta rétt? Ef þetta er rétt er þá alveg sama á hvaða tíma meðgöngu konan er eða gildir þetta bara um seinni hluta meðgöngu?

Með von um skjótt svar.Sæl!

Þetta er gömul mýta, þannig að hafðu engar áhyggjur.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2008.