Apricot kernel olía

26.07.2011

Er óhætt að bera á sig Apricot kernel oil á meðgöngu?


 
Apricot kernel olía er ein af þessum olíum sem notaðar eru sem grunnur t.d. til að blanda ilmkjarnaolíum í en má líka nota eina og sér. Þessi olía er unnin úr fræjum úr kjarna apríkósunnar og er mjög rík af fitusýrum. Þessi olía þykir henta vel fyrir andlitsnudd og fyrir þurra og viðkvæma húð því húðin drekkur hana vel í sig. Það er ekkert sem mælir gegn því að nota þessa olíu á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. júlí 2011.