Spurt og svarað

20. mars 2011

Má nota naglalakk á meðgöngu?

Má nota naglalakk á meðgöngu?


Ég veit ekki um neitt sem mælir gegn því en auðvitað hafa verið uppi vangaveltur um það hvort innhaldsefnin geti verið skaðleg fyrir fóstur en það hefur ekki verið sýnt fram á það. Heilbrigðisyfirvöld eiga að hafa umsjón og eftirlit með því að ekki séu vörur á markaði sem eru skaðlegar heilsu okkar nema vara sérstaklega við því. Ætli sé ekki bara best að nota heilbrigða skynsemi hér eins og svo oft áður. Sennilega er það lyktin af naglalakkinu og naglalakkshreinsinum sem mögulega gæti haft áhrif á fóstrið þannig að það er vissara að vera í vel loftræstu rými þegar verið er að naglalakka sig eða taka af sér naglalakkið.

Ég læt fylgja hér með tengingu á síðu sem er með leiðbeiningar um notkun naglalakks á meðgöngu! Þar er t.d. minnst á að forðast naglalökk sem innihalda efnin formaldehyde, toluene eða DBP (Dibutyl phthalate).

Naglalakkskveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. mars 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.