Má skola munninn með flúorskoli á meðgöngu?

12.09.2007

Má skola munninn með flúorskoli (sem maður t.d. kaupir í Bónus) þegar maður á von á barni? Hef bæði heyrt mælt með því og varað við því.

Kveðja, Sunna.


Sæl Sunna!

Samkvæmt upplýsingum á vef Tannlæknafélags Íslands er almennt ekki mælt með langtímanotkun munnskols en áhersla er lögð á að bursta tennur og hreinsa með tannþræði. Í vissum tilfellum ráðleggja tannlæknar notkun á munnskoli, t.d. eftir skurðaðgerðir en þá þarf að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég hef í sjálfu sér ekki rekist á upplýsingar sem benda til þess að það geti verið skaðlegt að nota flúorskol á meðgöngu en myndi því segja að þú ættir ekki að vera að nota það nema þér hafi sérstaklega verið ráðlagt það af tannlækni.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. september 2007.