Má taka inn polarolje á meðgöngu?

06.12.2011
Má taka inn polarolje á meðgöngu?

Polarolje er selolía unnin úr spiki af grænlenskum sel. Ég finn hvergi upplýsingar um næringarinnihald olíunnar þannig að ég get ekki svarað þessu. Selolían er sögð vera góð fyrir ónæmiskerfi, hjarta- og æðakerfi, þarma- og magastarfsemi, gegn gigt og exemi. Ef einhver hefur meiri upplýsingar um þessa olíu þá væri gaman að skoða þetta betur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.