Má taka lyfið Concerta á meðgöngu?

22.10.2010

Má taka lyfið Concerta á meðgöngu? Er komin c.a 5 vikur.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskrá liggja takmörkuð gögn fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu og því er ekki er mælt með notkun þess á meðgöngu nema klínísk ákvörðun liggi fyrir um að frestun meðferðarinnar geti valdið meiri áhættu fyrir meðgönguna.

Þú ættir því að hafa strax samband við þann lækni sem ávísaði lyfinu og fá álit hans á því hvort æskilegt sé að halda notkuninni áfram á meðgöngu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. október 2010.