Mæðraskoðanir og fæðingarstaður

29.01.2007

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef!

Ég bý í Reykjavík en er frá Akranesi og hef áhuga á að eignast barnið mitt þar. Það fer að líða að fyrstu mæðraskoðun hjá mér og ég er að velta því fyrir mér, get ég verið í mæðraverndinni hérna í bænum og farið á foreldranámskeið hér, en samt átt barnið mitt á Akranesi?


 Komdu sæl.

Já þú getur haft þetta alveg eins og þú vilt.  Það er samt gott að láta þær vita á fæðigadeildinni á Akranesi að það sé von á þér þegar þar að kemur.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
29.01.2007.