Spurt og svarað

05. júní 2007

Mæðravernd

Gott kvöld

Ég er að velta fyrir mér þar sem breytingar hafa orðið síðan ég gekk með fyrra barnið mitt, þá fór ég í skoðun niður í mæðravernd til ljósmóður sem ég valdi mér. Hvernig er þetta í dag þegar mæðravernd er flutt? Get ég verið áfram í mæðravernd eða verð ég að fara á heilsugæsluna hér í mínu hverfi?

Annað, þetta er fjórða meðgangan mín, ég hef misst fóstur tvisvar sinnum.
Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga eða gera?

Bestu kveðjur

Komdu sæl


 

Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um að þú hafir farið á Miðstöð mæðraverndar á Heilsuverndarstöðinni.  Nú er búið að leggja hana niður eins og þú veist og heilsugæslustöðvarnar sjá um alla mæðravernd hjá þeim sem allt er eðlilegt hjá.  Konur sem eru í áhættumeðgöngu fara hinsvegar niður á Landspítala og eru þar í mæðravernd.  Á mörgum heilsugæslustðvum starfa hinsvegar fleiri en ein ljósmóðir þannig að þú hefur eitthvað val.

Í sambandi við fósturlátin þá hef ég ekki upplýsingar um hvort eitthvað sérstakt olli þeim sem þú getur haft áhrif á en venjulega þá bara gerist þetta og oftast er ástæðan einhver galli hjá fóstrinu.  Þú getur ekkert gert nema lifa heilbrigðu lífi, borða hollan og góðan mat og fá góða hvíld.  Þannig eru bestu líkurnar á að allt gangi vel.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. júní 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.