Mæðravernd

14.03.2008

Sæl

er eðlilegt að mæðravernd sé aðeins á 2 vikna fresti eftir 38 viku? Fór í skoðun við 38 viku en á svo ekki að koma aftur fyrr en 39v6d, s.s. degi fyrir settan dag 18. mars.


Sæl

Já ef meðgangan er eðlileg og engin vandamál er það samkvæmt nýjustu leiðbeiningum að konur komi á 2ja vikna fresti í lokin.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2008.