Mæðravernd eftir glasafrjóvgun

04.05.2007
Sæl mig langar til að spurja hvort það sé eitthvað öðruvísi meðganga eða mæðravernd fyrir konur sem verða ófrískar með hjálp þ.e.a.s. með lokaða eggjaleiðara og samgróninga við leigið sem ekki er hægt að laga.

Kv


Komdu sæl.
 
Nei það er ekki öðruvísi mæðravernd fyrir þær konur sem fá aðstoð við að verða óléttar nema að því leiti að fyrstu daga og vikur meðgöngunnar er fylgst með þér í Art Medica.  Eftir það ferð þú á þína heilsugæslustöð eða á Landspítalann ef um einhverja áhættuþætti er að ræða hjá þér.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. apríl 2007.