Spurt og svarað

22. apríl 2007

Mæðravernd fyrir frumbyrjur

Sælar
Mér leikkur forvitni á að vita hvers vegna búið er að skera niður meðgönguvernd á höfuborgarsvæðinu.  Hjá ljósmóður minni fékk ég útprentað skipulag þar sem fram kemur hvernig mæðravernd verði háttað hjá mér.  Þar kemur eftirfarandi fram:
12 vikur hitti ljósmóður og teknar blóðprufur
12-14 vikur Hnakkaþykktarmæling
16 vikur Viðtal við lækni (koma með miðbunuþvag)
20 vikur Fóstugreiningardeild sónar: líffæraskoðun og fylgjustaðsetning
24 vikur huga að og panta tíma í foreldrafræðslu
28 vikur blóðprufur (væntanlega mun ég þá hitta ljósmóður við það tækifæri?)
36 vikur Hitta hjúkrunarfræðing ungbarnaverndar
41 vikur ef fæðing er ekki afstaðin (sennilega er átt við að ég eigi að hitta ljósmóður)
Af þessu að dæma mun ég hitta ljósmóður í viku 12, 28 og 41 viku ef fæðing er ekki yfirstaðin.  Hvergi annarsstaðar á þessu tímabili virðist eiga að taka blóðþrýsting, framkvæma legbotnsmælingu eða aðrar mælingar.  Mín spurning er hvort að meðgöngu-/mæðravernd á Íslandi sé virkilega orðin svona slök eða hvort að þetta sé einsdæmi á höfuðborgarsvæðinu.  Ef þetta er nýtt kerfi sem verið er að nota er mér þá heimilt að sækja mæðravernd í nærliggjandi sveitarfélögum?
Með fyrirfram þökkum,
Helena. 


Komdu sæl Helena.
 
Ég held að um einhvern misskilning sé að ræða milli þín og ljósmóðurinnar þinnar.  Það er rétt að það er skoðun hjá ljósmóður við 12 vikur og aftur við 16 vikur en þá hittir þú kannski lækni líka.  Næst er miðað við skoðun við 24 vikur og svo 28 og 32.  Skoðun er líka hjá ljósmóður við 36 vikur og eftir það á hálfsmánaðar fresti ef allt er í lagi hjá þér og engin vandamál.  Ef eitthvað kemur upp á þá ferðu oftar í skoðun hjá ljósmóður.  Allar þessar skoðanir eru hjá ljósmóður (á einstaka heilsugæslustöð skoðar læknir einu sinni á meðgöngutímanum en ekki ljósmóðir) og hitt sem þú telur upp er örugglega viðbót við venjubundna skoðun þar sem mældur er blóðþrýstingur, þvag stixað, mæld hæð legbotns, hlustað eftir fósturhjartslætti og málin rædd eins og þörf er á.  Miðað er við að kona sem gengur með sitt fyrsta barn hitti ljósmóður 10 sinnum á meðgöngunni og oftar ef þörf er á.
Á einni heilsugæslustöð á Reykjavíkursvæðinu starfar enginn ljósmóðir og þar eru það hjúkrunarfræðingarnir sem sinna mæðraverndinni.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22. apríl 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.