Mæðravernd fyrir frumbyrjur-viðbót

23.04.2007

Mig langar að bæta við skv. nýustu leiðbeiningum um mæðravernd eiga skoðanir hjá ljósmóður að vera við 12-13 vikur, 16 vikur,25 vikur, 28 vikur, 31 viku, 34 vikur, 36 vikur, 38 vikur, 40 vikur og 41 viku ef konan er ekki búin að fæða.  Þetta eru samt eingöngu leiðbeiningar og verður að aðlaga þær konunni hverju sinni, þ.e. sumar þurfa að koma oftar og aðrar vilja kannski koma sjaldnar.  Þetta á við um frumbyrjur en aðrar leiðbeiningar eru fyrir þær sem hafa átt áður.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. apríl 2007.