Spurt og svarað

20. apríl 2007

Mæðravernd og sónar

Hæ Hæ langar að forvitnast hvort maður geti valið sér ljósmóður sjálfur, ég bý í Rvk en ljósan sem ég er að spá í er í Hafnarfirði. Verð ég að nota þjónustu í Rvk eða get ég valið. Svo var ég að spá ég er sett skv.
reiknivélinni hér 30. sept og er ekki búin að fara í fyrstu skoðun get ég
pantað beint tíma í 20 vikna sónar eða þarf ég fyrst að fara í
mæðraskoðun?
Komdu sæl.


 

Mælt er með því að konur komi í fyrstu skoðun í mæðravernd við 12.-13. viku meðgöngu þá er m.a. boðið upp á blóðprufur og farið í gegnum sónarskoðanir sem í boði eru og ljósmóðirin útbýr beiðni um sónar. 

Alla jafna er þjónusta ljómæðra hverfisskipt en ef um sérstakar óskir er að ræða er allt í lagi að hafa samband við viðkomandi ljósmóður og athuga hvort hún hefur tök á því að vera með þig í mæðravernd. 

Samkvæmt mínum bókum ert þú komin tæpar 17 vikur á leið og ættir að panta tíma sem fyrst hjá ljósmóður.  Þú getur líka hringt sjálf á fósturgreiningadeildina og pantað tíma í 20 vikna sónar (ættir líka að gera það sem fyrst svo þú fáir tíma) og fengið svo beiðnina hjá ljósmóðurinni þinni.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
20. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.