Spurt og svarað

05. nóvember 2012

Magaæfingar

Sælar
Fann þetta myndband á youtube og vildi spyrja ykkur hvort það sé óhætt að gera þessar æfingar á meðgöngu: http://www.youtube.com/watch?v=ZBOLEXXyPbk&feature=related
Takk fyrir góðan og gagnlegan vef!
Sæl!
Almennt eru mælt með því að stunda hreyfingu á meðgöngu sérstaklega hreyfingu sem konan er vön að stunda. Í myndbandinu er sýnd góð magaæfing sem óhætt er að gera á meðgöngu svo lengi sem konan þolir það vel, mikilvægast er að hlusta á líkamann og hætta ef vart verður við verki eða óþægindi. Mjög mismunandi er hvaða æfingar konur þola að gera á meðgöngu og því verður hver að finna sín mörk. Hefðbundnar magaæfingar þannig að maður setjist upp „sit ups“ ætti að forðast, sérstaklega á síðustu 3 mánuðum meðgöngu vegna álags á stóru æðarnar í kviðarholinu.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. nóvember 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.