Magaæfingar

05.11.2012
Sælar
Fann þetta myndband á youtube og vildi spyrja ykkur hvort það sé óhætt að gera þessar æfingar á meðgöngu: http://www.youtube.com/watch?v=ZBOLEXXyPbk&feature=related
Takk fyrir góðan og gagnlegan vef!
Sæl!
Almennt eru mælt með því að stunda hreyfingu á meðgöngu sérstaklega hreyfingu sem konan er vön að stunda. Í myndbandinu er sýnd góð magaæfing sem óhætt er að gera á meðgöngu svo lengi sem konan þolir það vel, mikilvægast er að hlusta á líkamann og hætta ef vart verður við verki eða óþægindi. Mjög mismunandi er hvaða æfingar konur þola að gera á meðgöngu og því verður hver að finna sín mörk. Hefðbundnar magaæfingar þannig að maður setjist upp „sit ups“ ætti að forðast, sérstaklega á síðustu 3 mánuðum meðgöngu vegna álags á stóru æðarnar í kviðarholinu.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. nóvember 2012