Áreiðanleiki fósturskimunnar

16.06.2009

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Ég er 32 ára og ég er komin 21 viku á leið með mitt þriðja barn. Ég fór í mína fyrstu hnakkarþykktarmælingu nú á dögunum og kom hún mjög vel út - eða 1:5000. Ég fór hins vegar í 19-20 vikna sónar og þar kom í ljós blaðra í heila barnsins (Choroid plexus cyst) sem stundum hefur verið tengd við Down´s heilkennið. Ekkert annað gefur til kynna litningagalla og sagði læknirinn að allar líkur væru á að barnið myndi fæðast heilbrigt. Ég er auðvitað áhyggjufull yfir þessu en ætla samt að reynar að vera jákvæð. Ég er samt að velta fyrir mér áreiðanleika hnakkaþykktarmælingar, s.s. í hve mörgum tilfella eru t.d. Down´s heilkenni greint í 11-13 vikna sónar, og uppí hvaða tölur fara líkurnar (það sem ég á við er hvort 1:5000 sé í meðallagi eða yfir meðallagi). Ég fann ekkert um þetta nákvæmlega á netinu.

Bestu þakkir fyrir, G.


Sæl!

Niðurstöðurnar sem þú fékkst úr 11-14 vikna skimuninni gefa litlar líkur á litningagöllum 1 af 5000, allt sem er fyrir ofan 1 af 300 teljast litlar líkur. Blöðrur í heilavef sjást stundum við 20 vikur eru saklausar og eru oftast horfnar við 24 vikur. Við framkvæmum um 3000 11-14 vikna skimanir á ári og um 3 % kvenna fá auknar líkur á vandamáli og af þeim eru um fjórðungur með litningagalla eða aðra alvarlega fósturgalla.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
16. júní 2009.