Spurt og svarað

16. júní 2009

Áreiðanleiki fósturskimunnar

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Ég er 32 ára og ég er komin 21 viku á leið með mitt þriðja barn. Ég fór í mína fyrstu hnakkarþykktarmælingu nú á dögunum og kom hún mjög vel út - eða 1:5000. Ég fór hins vegar í 19-20 vikna sónar og þar kom í ljós blaðra í heila barnsins (Choroid plexus cyst) sem stundum hefur verið tengd við Down´s heilkennið. Ekkert annað gefur til kynna litningagalla og sagði læknirinn að allar líkur væru á að barnið myndi fæðast heilbrigt. Ég er auðvitað áhyggjufull yfir þessu en ætla samt að reynar að vera jákvæð. Ég er samt að velta fyrir mér áreiðanleika hnakkaþykktarmælingar, s.s. í hve mörgum tilfella eru t.d. Down´s heilkenni greint í 11-13 vikna sónar, og uppí hvaða tölur fara líkurnar (það sem ég á við er hvort 1:5000 sé í meðallagi eða yfir meðallagi). Ég fann ekkert um þetta nákvæmlega á netinu.

Bestu þakkir fyrir, G.


Sæl!

Niðurstöðurnar sem þú fékkst úr 11-14 vikna skimuninni gefa litlar líkur á litningagöllum 1 af 5000, allt sem er fyrir ofan 1 af 300 teljast litlar líkur. Blöðrur í heilavef sjást stundum við 20 vikur eru saklausar og eru oftast horfnar við 24 vikur. Við framkvæmum um 3000 11-14 vikna skimanir á ári og um 3 % kvenna fá auknar líkur á vandamáli og af þeim eru um fjórðungur með litningagalla eða aðra alvarlega fósturgalla.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
16. júní 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.