Magnesia medic

22.10.2010

Góðan daginn!

Ég er komin 16 vikur á leið og langar að vita hvort það er í lagi að nota Magnesia medic á meðgöngu til þess að auðvelda hægðalosun.

Bestu þakkir fyrir góðan vef.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni er óhætt að nota Magnesium medic á meðgöngu. Þó þetta lyf fáist án lyfseðils þá ætti ekki að taka það án samráðs við lækni á meðgöngu. Langvarandi notkun Magnesium medic getur verið varasöm og getur t.d. haft áhrif á magn kalk og fosfórs í líkamanum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. október 2010.