Makríll á meðgöngu

06.12.2011
Er í lagi að borða makríl í tómatsósu (úr dós eða túpu) þegar maður er ófrískur? Ef svo er, eru einhver mörk á hversu mikið má borða af honum á viku?

Það er í góðu lagi að borða makríl og ég veit ekki til þess að það séu ráðlögð nein sérstök takmörk á þeirri neyslu. Makríll er hollur fiskur og inniheldur einmitt þessar hollu fitusýrur sem við þurfum að fá.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.

Sjá nánar; http://www.makrill.is/