Spurt og svarað

29. júlí 2008

Málningarvinna og bílþvottur

Komiði sælar

Ég er nýbúin að komast að því að ég er ófrísk og telst mér til að ég sé komin 5 vikur á leið. Ég hef svolitlar áhyggjur og þar sem ég fer ekki í mæðraskoðun nærri því strax langar mig að leita ráða hjá ykkur. Á síðustu tveimur vikum hef ég tvisvar málað með utanhússmálningu (útitex og þekjandi viðarvörn ) og þvegið á mér hendur með grillvökva á eftir (var ekki til terpentína) Einnig tók ég mig til og þreif bílinn hátt og lágt og notaði til þess tjöruhreinsi. Nú hef ég áhyggjur af því að ég sé búin að "skemma" barnið mitt með þessum efnum sem ég hef verið að nota. Eru meiri líkur á að fóstur skaðist vegna svona efna í byrjun meðgöngu?

Mynduð þið ráðleggja mér að forðast þessi efni eins og ég get héðan í frá ?

Með kveðju, Sigrún


Komdu sæl

Ég held nú ekki að þetta hafi haft mikil áhrif á barnið því einungis mjög lítið af efninu frásogast gegnum húðina, sérstaklega í lófum þar sem hún er þykk.  Það getur samt verið skynsamlegt að nota gúmmíhanska næst þegar þú umgegnst svona sterk efni.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.