Malt og appelsín

12.11.2014
Heil og sæl,

 Langar að vita hvort það megi drekka malt og appelsín og jólaöl úr bónus á meðgöngunni ? Ég spái mikið í mataræðið :).  Er komin 28 vikur á leið:)

Kær kveðja Harpa


Sæl Harpa, það er gott að þú hugsar vel um mataræðið því að það er mjög mikilvægt. Með maltið og appelsínið gildir hófsemi. Það er allt í lagi að drekka lítið af því til hátiðabrigða en það er ekki æskilegt sem hluti af daglegri neyslu.


Bestu kveðjur

Áslaug Valsdóttir

Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur