Spurt og svarað

01. desember 2008

Marblettir á meðgöngu

Hæ hæ

Ég var að velta einu fyrir mér, ég er komin með svona svakalega marbletti sitthvoru megin við klofið eins og á mótum læra og barma.   Þeir eru alveg dökkfjólubláir!  Ég finn ekki mikið fyrir þeim en þeir eru samt mjög dökkir.  Þeir eru ekki upphleyptir samt og því datt mér í hug að þetta væru ekki æðahnútar.  Ég er komin 32 vikur á leið, er þetta eðlilegt?

Komdu sæl

Eins og þú veist er mikill þrýstingur á þetta svæði svona seint á meðgöngu og það geta svosem hafa myndast marblettir vegna þrýstingsins, eða að æðahnútar séu að myndast.  Það er svolítið skrítið að þetta myndist báðu megin í einu eins og þú lýsir þessu en þú skalt bara vera róleg og sjá aðeins til.  Þú getur líka sýnt ljósmóðurinni þinni í mæðraverndinni þetta ef þú hefur áhyggur.

Kveðja og gangi þér vel. 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. desember 2008

 

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.