Marblettir á meðgöngu

01.12.2008

Hæ hæ

Ég var að velta einu fyrir mér, ég er komin með svona svakalega marbletti sitthvoru megin við klofið eins og á mótum læra og barma.   Þeir eru alveg dökkfjólubláir!  Ég finn ekki mikið fyrir þeim en þeir eru samt mjög dökkir.  Þeir eru ekki upphleyptir samt og því datt mér í hug að þetta væru ekki æðahnútar.  Ég er komin 32 vikur á leið, er þetta eðlilegt?

Komdu sæl

Eins og þú veist er mikill þrýstingur á þetta svæði svona seint á meðgöngu og það geta svosem hafa myndast marblettir vegna þrýstingsins, eða að æðahnútar séu að myndast.  Það er svolítið skrítið að þetta myndist báðu megin í einu eins og þú lýsir þessu en þú skalt bara vera róleg og sjá aðeins til.  Þú getur líka sýnt ljósmóðurinni þinni í mæðraverndinni þetta ef þú hefur áhyggur.

Kveðja og gangi þér vel. 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. desember 2008