Mataræði og meðgöngusykursýki

11.12.2006

Hér er heilmikill fróðleikur um afleiðingar meðgöngusykursýki, en hvernig lítur matseðillinn út ef maður greinist með skert sykurþol eða meðgöngusykursýki.

Kveðja, ein ofboðslega þyrst.

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Á vef LSH er að finna fróðleik um meðgöngusykursýki og þar er aðeins minnst á mataræðið. Konum sem greinast með meðgöngusykursýki er yfirleitt vísað til næringarráðgjafa sem veitir upplýsingar og gefur góð ráð varðandi mataræði á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2006.