Spurt og svarað

15. október 2012

Meindýraeyðir

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef.
Ég var að vonast til að þið gætuð hjálpað mér, þannig er mál með vexti að silfurskottur hafa verið að sjást heima hjá mér og betri helmingurinn minn með pöddufóbíu á háu stigi, þannig að það er annað hvort að skipta út pöddunum eða manninum. Vildi helst halda manninum, en mér er hins vegar meinilla við að fá meindýraeyði til að eitra alla íbúðina á óléttunni. Er komin 24 vikur og vildi frá ráð hjá ykkur hvort þið haldið að það sé með öllu skaðlaust fyrir mig og bumbubúann minn litla að vera í íbúð þer sem hefur verið eitrað fyrir þessum óboðnu gestum.
TakkSæl!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég finn um meindýraeyðingu innandyra er óhætt að fara inn í íbúðina 4 klst. eftir að úðað hefur verið en eftir 8 klst. ef þú ert barnshafandi eða um ungabarn að ræða. Þú getur haft samband við meindýraeyði sem leiðbeinir þér um undirbúning á íbúðinni áður en hægt er að eitra.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. október 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.