Spurt og svarað

17. desember 2008

Metasys á meðgöngu

Sælar!

Ég ætlaði að spurja um Grænt te í töflum, svokallað Metasys. Kærastan mín tók þetta fyrstu 7 vikurnar áður en hún vissi að hún væri ólétt. Þetta er að sjálfsögðu mjög örvandi en getur þetta hafa skaðað fóstrið?


Hæ, hæ!

Metasys innheldur 100% þykkni (extract) af grænu tei og mér finnst afar ólíklegt að það geti haft fósturskemmandi áhrif en þó er ekki mælt með notkun Metasys á meðgöngu. Grænt te inniheldur koffín svo það hlýtur að vera talsvert mikið af koffíni í svona hylkjum en rannsóknir benda til þess að mikil neysla á koffíni auki líkur á fósturlátum.

Metasys flokkast líklega sem náttúrulyf og það þarf alltaf að fara varlega í að taka inn lyf á meðgöngu, líka náttúrulyf. Mannslíkaminn er mjög fullkomin en að sama skapi flókinn og því geta efni sem tekin eru inn haft jákvæð áhrif á vissa líkamsstarfssemi en neikvæð áhrif á aðra.

Það er allt í lagi að drekka grænt te í hófi á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.