Mexico ostur

23.07.2011

Komið sælar og takk fyrir æðislegan vef!

Er í lagi fyrir mig sem ólétta konu að borða t.d. mexico ost eða aðra osta sem eru svipaðir honum?

Með fyrirfram þökk um svar.


Sæl!

Samkvæmt því sem við best vitum er barnshafandi konum óhætt að borða alla íslenska osta því rannsóknir á íslenskum ostum sýna að ekki er hætta á smiti við neyslu þeirra.

Barnshafandi konum er ráðlagt að forðast osta sem unnir eru úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er gott að hafa í huga á ferðalögum erlendis.

Verði þér að góðu!

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. júlí 2011.