Með barnið milli fótanna

24.02.2009

Góðan og blessaðan daginn.


Þannig er nú mál með vexti að ég er á 31.viku
meðgöngu og búin að vera á Bricanyl (hríðastillandi) síðan á viku 21. Ég
er búin að vera á rúmlegu og hef ekki mátt vinna núna síðan fæðingarlæknirinn sá ástæðu til að kyrrsetja mig og skrifa upp á Bricanyl.
Ég er enn á Bricanyl-inu en finn samt sem áður alltaf fyrir hörðum samdráttum.  Núna síðustu daga hefur tilfinningin um að vera með
barnið á milli fótanna verið að aukast ansi mikið. Ég er með mjög mikinn þrýsting niður og einhvernveginn ekki beint verki í grindinni sjálfri heldur meira
eins og þrýstingur hjá lífbeininu og spönginni og einhvernveginn örlítið eins og barnið sé komið ansi neðarðlega. Ég er núna að velta fyrir mér hvort
þessir verkir mínir, þrátt fyrir Bricanylið geti verið að koma mér af stað í fæðinguna? Hvort þetta sé útvíkkun í afar hægum gangi sem valda
þessum gríðarlega þrýstingi eða hvort þetta séu bara einhverjir grindarverkir?

Kær kveðja, mamman með barnið milli lappannaKomdu sæl.

Þar sem nokkrir dagar eru liðnir síðan fyrirspurnin barst okkur vona ég að þú sért búin að fara í skoðun til ljósmóðurinnar þinnar eða læknis.  Það er bara það sem ég mundi ráðleggja þér að gera enda alls ekki hægt að meta svona í gegnum tölvuna.


Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. febrúar 2009.