Spurt og svarað

11. mars 2015

Meðganga - BootCamp

Hæhæ.  Mig langar að vita hvað þið hafið að segja um BootCamp á meðgöngu. Ég var í BootCamp fyrir nokkrum árum og svo aftur frá okt-des í fyrra (Ég er í fínu formi og hreyfi mig nokkuð reglulega hvort sem ég er í BC eða ekki). Ég er komin 10 vikur núna og langar að byrja að æfa en er pínku hrædd við Bootcamp því mér finnst erfitt að "hlusta á líkamann" í öllum hamaganginum. Mynduð þið segja að það sé óhætt að æfa Bootcamp á meðgöngu og ef já hvað ætti ég að hafa í huga? T.d hvaða merkjum/óþægindum ætti ég að taka eftir og eru einhverjar æfingar sem ég ætti að varast? Bestu kveðjur

 
Sæl og blessuð, reglan er sú að það sé í lagi að gera það sem þú ert vön að gera. Þau ráð sem við gefum eru samt einmitt að hlusta á líkamann og hlýða því sem hann segir þér. Það gæti verið ráðlegt fyrir þig að fara þér ef til vill örlítið hægar en þú ert vön og vera meðvitaðri um hvað þú ert að gera hverju sinni. Ég skil vel að maður geti gleymst sér í hita augnabliksins. Mundu svo að drekka vel ef þú svitnar mikið. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. mars 2015
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.