Meðganga eftir keiluskurð

20.09.2010

Hverjar eru líkurnar á því að eignast fyrirbura eftir keiluskurð?


Sæl og blessuð!

Þetta er svolítið erfið spurning því það eru mjög misvísandi upplýsingar um þetta. Í einni rannsókn frá Noregi kom fram að hætta á fyrirburafæðingu á viku 24-36 var um 17% hjá þeim sem höfðu farið í keiluskurð en 6,2% hjá þeim sem ekki höfðu farið. Aðferðin sem notuð er við keiluskurðinn skiptir víst líka máli og svo eru auðvitað ýmsir aðrir áhættuþættir fyrir fyrirburafæðingu s.s. óeðlilegt leg, sýking og blæðing.

Það er nokkuð víst að áhættan er eitthvað meiri en þó er keiluskurður yfirleitt ekki talin vera stór áhættuþáttur fyrir fyrirburafæðingu.

Vona að þetta svari einhverju.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. september 2010.

Heimild: http://womens-health.jwatch.org/cgi/content/full/2008/1016/1