Spurt og svarað

03. desember 2008

Meðganga eftir keiluskurð

Sæl!

Ég fór í keiluskurð í byrjun mars og er nú ólétt, varð ólétt ca. 5-6 mánuðum eftir skurðinn. Ég veit að auknar líkur eru á fyrirburafæðingu, en mig langaði að vita hversu auknar líkur. Þetta eru þær spurningar sem ég er að velta fyrir mér: Hvenær er ráðlagt að hætta að vinna ef ég vinn í verslun sem hlutastarf og hvenær skal hætta að lyfta þungu (og hversu þungt þýðir þungt)?

Vona að þú getir svarað mér

 


 Komdu sæl

Keiluskurðir geta verið mjög mismunandi stórir, þ.e. mismikið sem tekið er af leghálsinum.  Er lítið er tekið ætti það ekki að hafa nein áhrif á meðgönguna eða fæðinguna.  Ef mjög mikið er tekið getur konan verið í hættu á að missa fóstur eða fæða fyrir tímann vegna þess að leghálsinn gefur sig á einhverjum tímapunkti. 

Konum er ekki ráðlagt að hætta vinnu vegna þessa, nema eitthvað komi uppá í meðgöngunni.  Í sambandi við það að lyfta þungu þarf að beita skynseminni og finna það svolítið á eigin líkama hvað maður þolir en það breytist eftir því sem líður á meðgönguna.

Vona að þetta svari spurningunum, kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
3.desember 2008
  

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.