Meðganga eftir keiluskurð

03.12.2008

Sæl!

Ég fór í keiluskurð í byrjun mars og er nú ólétt, varð ólétt ca. 5-6 mánuðum eftir skurðinn. Ég veit að auknar líkur eru á fyrirburafæðingu, en mig langaði að vita hversu auknar líkur. Þetta eru þær spurningar sem ég er að velta fyrir mér: Hvenær er ráðlagt að hætta að vinna ef ég vinn í verslun sem hlutastarf og hvenær skal hætta að lyfta þungu (og hversu þungt þýðir þungt)?

Vona að þú getir svarað mér

 


 Komdu sæl

Keiluskurðir geta verið mjög mismunandi stórir, þ.e. mismikið sem tekið er af leghálsinum.  Er lítið er tekið ætti það ekki að hafa nein áhrif á meðgönguna eða fæðinguna.  Ef mjög mikið er tekið getur konan verið í hættu á að missa fóstur eða fæða fyrir tímann vegna þess að leghálsinn gefur sig á einhverjum tímapunkti. 

Konum er ekki ráðlagt að hætta vinnu vegna þessa, nema eitthvað komi uppá í meðgöngunni.  Í sambandi við það að lyfta þungu þarf að beita skynseminni og finna það svolítið á eigin líkama hvað maður þolir en það breytist eftir því sem líður á meðgönguna.

Vona að þetta svari spurningunum, kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
3.desember 2008