Spurt og svarað

15. júní 2007

Meðganga er ekki einkamál kvenna

Sæl og takk fyrir góðan vef. Ég er mjög fróðleikfús verðandi móðir að þriðja barni og hef verið að velta fyrir mér hversu lítið er fjallað um hlutverk verðandi feðra í meðgöngu. Finnst oft á tíðum eins og meðganga sé einkamál kvenna/mæðra og hlutverk föðurs hefjist ekki fyrr en að barnið komi í heiminn. ÉG er því ósammála og tel afar mikilvægt að verðandi feður fái ítarlega fræðslu sitt hlutverk á meðgöngu. Mér finnst ekki nægilega
vel komið til skila upplýsingum til skila að meðganga er ekki einkamál kvenna. Mér finnst að leggja miklu megi meiri áherslu á þær miklu lífstílsbreytingu verður hjá konum á meðgöngu og mikilvægi þess að feður taki þátt í þeim breytingum með dyggum stuðningi. Það er t.d. oftar gantast með þær hormónasveiflur sem konur ganga í gegnum en minna talað um hvernig feður geti brugðist við þeim. Það sama á við með líkamlegar
breytingar. Mér finnst skorta upplýsingar og fræðslu t.d. í mæðraskoðun, um hlutverk feðra á meðgöngu og þeim skilaboðum að meðganga er ekki einkamál kvenna. Þær ganga með barnið þeirra og þess vegna er mikilvægt að þeir sýni 100% stuðning allan tímann og breyti í takt við nýjan lífsstíl kvenna.
Þó svo mér finnist meðgangan yndisleg og allt hefur gengið vel...upplifi ég stundum sem ég sé fangi aðstæðna. Eini ágreiningum milli mín og eiginmanns á þessari meðgöngu snúast um félagslega hegðun. Lífsstíll sem áður einkenndist af mikillri hreyfingu og aksjóni hefur ekki gengið upp síðustu vikurnar og sannarlega hefur það áhrif á sambandið. Hvað á að gera núna...annað en að bíða eftir að stóri dagurinn renni upp. Við bætist þegar okkur er boðið í boð og/eða partý. Þó svo ég hafi gaman af að hitta fólk er ég ekki í stuði til að vaka til kl. fimm eins og áður. Þó svo ég reyni að vera umburðalynd þá hef ég ekki gaman af félagsskap ofurölva fólks.  Ég hef fundið fyrir svona árekstrum og finnst í hvert skipti sem einu skipti of aukið. Þá finnst mér eins og meðgangan sé mitt einkamál. Ég skora á ykkur ljósmæður að bæta inn fræðslupunktum sem snúa að þessum málum og sannarlega væri við hæfi að feður fengju betri fræðslu um félagslega hegðun í fyrstu mæðraskoðun.


Komdu sæl og takk fyrir þarfa ábendingu
 
Það er allt rétt og satt sem þú segir að vissulega mætti fjalla meira um verðandi feður í tengslum við meðgöngu og fæðingu.  Ástæða þess að þetta er ekki gert er sennilega sú að þetta efni hefur, fram að þessu, lítið verið rannsakað þannig að lítið fræðilegt efni er til um það.  Það hefur verið sagt að verðandi feður tengist helst meðgöngunni í sónar þar sem þeir sjá barnið sitt og svo auðvitað við það að finna hreyfingar barnsins.  Þeir upplifa breytingar sem verða á meðgöngunni öðruvísi en konurnar sem ganga jú með barnið og finna fstöðugt yrir þessum breytingum.  Það er svo undir hverjum og einum komið hversu mikinn stuðning hann veitir konunni sinni á meðgöngu. 
 
Við hér á ljosmodir.is bíðum spenntar eftir niðurstöðum rannsóka sem verið er að vinna að á viðhorfum og þekkingu verðandi feðra og munum fjalla um þær hér á síðunni þegar þar að kemur.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. júní 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.