Spurt og svarað

20. janúar 2015

Meðganga og spítalaheimsóknir

Sæl og takk fyrir síðuna, ég hef lært svo mikið hjá ykkur :-) Ég er bara rétt 5 vikur ólétt og mjög ánægð, en svolítið stressuð samt því ég missti fóstur komin 7 vikur í nóvember 2014. Vonandi gengur allt vel í þetta sinn. Ég er tónlistarkona og er búin að plana að taka þátt í tónlistarheimsóknum á Landspítalanum. Er þetta allt í lagi? Eru sumar deildir betri en aðrar? Mig langar að geta tekið þátt en ég vil alls ekki gera neitt sem gæti verið hættulegt fyrir barnið mitt. Takk fyrir svarið :-)Sæl og blessuð og til hamingju, þér er alveg óhætt að fara inn á spítalann og á allar deildir. Það er gott að venja sig á að þvo sér vel um hendurnar til að verjast smiti ekki bara eftir heimsóknir inn á spítala heldur almennt, sérstaklega á þessum árstíma þegar pestir eru í hámarki í samfélaginu. Gangi þér vel.

20.jan.2015
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.