Meðgöngudagatal einbura

06.04.2012
Hæ,hæ!

Ég kíki inn á þessa síðu á hverjum degi og mig langar til að vita hvaða viku ég á að skoða í meðgöngudagatalinu. Ég er komin 13 vikur og ég hef alltaf verið að skoða vikuna sem ég er á en svo var ég að heyra að ég ætti að skoða vikuna á eftir, semsagt ætti að vera skoða núna viku 14. Hvernig virkar þetta?

Með fyrirfram þökkum Inga.


Sæl Inga!

Já, það er alveg rétt. Ég skil vel að það sé hægt að ruglast á þessu, þess vegna hef ég sett inn nánari skýringar í dagatalið, þannig að þetta á ekki að fara neitt á milli mála lengur. Ef þú ert komin 13 vikur og einn dag (13+1) þá áttu að skoða viku 14.

Takk fyrir að benda á þetta.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. apríl 2012.