Asýran á meðgöngu

10.01.2007

Góðan dag!

Er komin tæplega 5 vikur á leið. Hef verið með svo mikinn brjóstsviða undanfarnar 2 vikur og fór því að taka lyfið Asýran. Ég vissi ekki af þunguninni fyrr en fyrir tæpri viku. Í leiðbeiningum að lyfinu stendur að ekki eigi að taka það á meðgöngu án samráðs við lækni. Hafið þið einhverjar frekari upplýsingar um hvaða áhrif lyfið getur haft á fóstur?

Takk fyrir frábæran vef! (búin að lesa hann fram og til baka síðustu daga).

Kveðjur, Ein spennt.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunar er ekki er ráðlegt að gefa lyfið á meðgöngu nema brýn ástæða sé til vegna þess að takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá konum á meðgöngu. 

Ef þú telur að þú þurfir áframhaldandi lyfjameðferð þá er best að ráðfæra sig við lækni því það er með þetta lyf eins og önnur að alltaf ætti að ráðfæra sig við lækni áður en lyf eru tekin á meðgöngu.

Þú getur ef til vill nýtt þér eitthvað af þeim ráðum við Brjóstsviða sem nefnd eru hér á síðunni.

Kær kveðja,


Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. janúar 2007.