Meðgöngueitrun

23.03.2013
Sælar og takk fyrir góðan vef
Ég leitaði að svörum við svipaðri spurningu og ég er með en fann ekkert svo ég á kvað að senda á ykkur línu Ég er komin 37vikur+5 daga og fyrir um það bil viku fór ég að fá mikinn bjúg á fæturna, þá aðallega á kvöldin. En undanfarna daga hefur þetta verið að ágerast og fingurnir á mér og tærnar eru allan sólahringinn eins og pylsur og það virkar ekki lengur að liggja uppí sófa til að ná bjúgnum á fótunum á mér niður. Bað er einnig hætt að hjálpa. Ég er með óstöðvandi hausverk sem ég hélt fyrst að væri bara vegna svefnleysis en nú er ég ekki viss. Spurningin mín er s.s. Er hægt að greinast með meðgöngueitrun svona seint þó maður sé búinn að vera með góðan blóðþrýsting fram að þessu? Hef aldrei farið upp fyrir 120/80 sem er meira að segja í hærra lagi hjá mér. Og getur þetta gerst svona hratt?Sæl!
Já það er vel hægt að greinast með meðgöngueitrun svo seint á meðgöngu þó svo blóðþrýstingurinn sé búinn að vera fínn allan tímann. Svarið við seinni spurningunni er einnig já, þetta getur gerst mjög hratt. Ég mæli með að þú fáir tíma í auka skoðun hjá þinni ljósmóður sem fyrst til að ganga úr skugga um hvort þú sért að þróa með þér meðgöngueitrun eða ekki. Einnig getur þú haft samband á Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítalans utan opnunartíma heilsugæslunnar.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. mars 2013.