Spurt og svarað

21. desember 2009

Meðgöngueitrun á annarri meðgöngu?

Sælar, og takk fyrir frábæran vef.

Ég er nú ófrísk af mínu öðru barni. Á fyrri meðgöngu fékk ég meðgöngueitrun á 32. viku og þurfti að liggja inná sjúkrahúsi þangað til ég átti. Mér er sagt að ég sé í aukinni hættu á að fá meðgöngueitrun aftur núna úr því að ég fékk hana síðast. Er eitthvað vitað hversu miklar líkurnar eru?

Kveðja, Berglind.


Sæl Berglind!

Það er rétt að þú ert í aukinni hættu á að meðgöngueitrun núna af því að þú fékkst hana síðast. Líkurnar á að þetta endurtaki sig eru um 20-30% þannig að það má vel vera að þú sleppir við þetta núna. Ef þú færð meðgöngueitrun á þessari meðgöngu gæti það líka gerst seinna á meðgöngunni og jafnvel verið vægara en það er svo sem ekki gott að segja. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé vel fylgst með þér og að þú sért vakandi fyrir þessum einkennum sem þú væntanlega þekkir.

Vonum bara að allt gangi vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. desember 2009.

Heimild: http://www.womens-health.co.uk/hyperten.asp

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.