Spurt og svarað

06. apríl 2012

Athugasemd vegna Aloe vera safa

Sæl Anna Sigríður!

Okkur langar að koma með athugasemd vegna fyrirspurnar sem þú svaraðir um aloe vera safa á meðgöngu.

Það er munur á framleiðslu hjá fyrirtækjum, það skiptir miklu máli hvort safinn er einungis úr innra gelinu eða úr öllu blaðinu (whole leaf). Safinn frá Forever (sem stelpan segist vera að drekka) er einungis unninn úr innra geli plöntunnar. Ef safi er hins vegar unninn úr öllu blaðinu, fylgja efni með í safann eins og Alantoin, sem getur valdið samdráttum í legi. Aloe vera safinn frá Forever er ekki meðhöndlaður, hitaður né fullur af aukaefnum og því um ferskan safa að ræða eins og annan hreinan safa eins og appelsínusafa/gulrótarsafa. Einnig viljum við benda á að aloe vera er náskylt hvítlauk og aspas. Að sjálfsögðu er alltaf best að vera með allan vara á sér þar sem framleiðsluferli aloe vera er eins misjafnt og fyrirtækin eru mörg en þér til upplýsinga langaði okkur að segja að okkar aloe vera safi frá Forever hefur algjöra sérstöðu. Ég (Sigurlaug) hef sjálf drukkið aloe vera safann frá Forever á mínum fimm meðgöngum og brjóstagjöfum með mjög góðum árangri. Meðgöngur hafa gengið vel, fæðingar frábærlega og brjóstagjöfin meiriháttar. Ég hef persónulega reynslu af mörgum konum sem hafa drukkið okkar safa á meðgöngu og hefur hann hjálpað mörgum með meltingarvesen, harðlífi, brjóstsviða og aðra fylgikvilla meðgöngunnar. Með von um að þessi svör gefi þér skýrari mynd á hver munurinn er á aloe vera safa ferskum úr innra gelinu eða aloe vera sem framleiddur er úr öllu laufinu. Þau fyrirtæki sem framleiða safa úr öllu laufinu hafa að sjálfsögðu brýnt fyrir sínum viðskiptavinum að ekki megi drekka þeirra safa á meðgöngu sem hefur smitast yfir í umræðuna um að allur aloe vera safi sé ekki i lagi.

Kveðja,
Sigurlaug Hauksdóttir,
Manager Forver Living Products á Íslandi
Halldór Karlsson,
Senior Manager Forever Living Products á Íslandi


Sæl Sigurlaug og Halldór!

Takk fyrir þessa athugasemd.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. apríl 2012.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.