Spurt og svarað

11. október 2010

Átraskanir á meðgöngu

Sæl.

Ég var að velta fyrir með hvaða áhrif vannærig móður geti haft á bæði fóstrið og svo seinna meir þegar barnið er á brjósti. þá er ég sérstaklega að tala um stelpur/konur sem glímia við átraskanir á meðgöngu.

Hef verið að reyna að afla mér upplýsinga um þetta en finn voða lítið. Mér finnst að þetta sé eitthvað sem þurfi að vekja meiri athygli á, því þetta er vaxandi vandamál.

Með vonir um svar

Sandra


Komdu sæl Sandra

Það er ekki til neitt eitt svar við þessari spurningu því hverri konu þarf að mæta á hennar grunni.  Vissulega er hætta á vannæringu konu og barns ef lítið sem ekkert er borðað.  Þá getur fólinskortur haft áhrif á barnið, B 12 skortur getur haft áhrif þannig að móðir verði blóðlaus og það getur svo aftur haft áhrif á barnið, skortur á próteini hefur áhrif á vöxt barnsins og svo mætti lengi telja. 

Allt þetta þarf að skoða í upphafi meðgöngu hjá konu með átröskun og viðhalda eftirliti á meðgöngunni jafnvel með tíðari skoðunum, ómskoðunum eða öðru sem þarf.  Tilvísun til meðferðaraðila á þessu sviði kæmi til greina svo og tilvísun til næringarráðgjafa.

Vona að þetta svari að einhverju leiti spurningunni þinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
11. oktober 2010.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.