Meðgönguútbrot

16.06.2008

Sælar og takk fyrir góðann vef.


Mig langar að spyrjast fyrir um meðgönguútbrot. Ég fékk  meðgönguútbrot/meðgönguhúðsjúkdóm á meðgöngunni og hef verið að reyna að leita mér upplýsinga um þetta fyrirbæri. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður en ég fékk þessi útbrot undir lokin á meðgöngunni og hef hvergi fundið neinar upplýsingar, hvorki í bókum né á netinu. Samt sögðu læknarnir mér að þetta væri "algengt" (eða allavegana kæmi þetta upp einstaka sinnum á ári). Þetta lítur svipað út eins og sólarexem og fylgir alveg svakalegur kláði og hverfur eftir að meðgöngu líkur og í mínu  tilfelli þurfti ég að bera á mig sterkrem í undir lokin á meðgöngunni og nokkrar vikur á eftir því þetta var svo svakalega mikið. Mig langar að vita hvort það sé vitað hvað valdi þessu og aðallega hvort þessi útbrot komi upp aftur á næstu meðgöngu.Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16.júní 2008.