Midstream þungunarpróf

08.05.2007

Sælar! Ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef.

Núna eru komin einhver ný óléttupróf í apótekin sem heita Midstream og stendur að þau séu þau nákvæmustu á markaðnum þar sem þau geti mælt óléttuhormónin 5-7 dögum eftir getnað, ef
maður fær neikvætt úr þeim semsagt 5-7 dögum eftir getnað er það þá pottþétt neikvætt?


Sæl og blessuð!

Ég þekki ekki þessi próf sérstaklega en ef leiðbeiningum er fylgt þá eiga svona prófa að gefa áreiðanlega niðurstöðu í lang flestum tilfellum, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. maí 2007.