Migreni

06.02.2012

Kæra Ljósmóðir

Ég þjáist af alvarlegru mígreni og vil verða ólétt. Ég hef áhyggjur af því að mígrenislyfin geti haft áhrif á þroska fóstursins. Er óhætt að taka þessi lyf á meðgöngu eða er nauðsynlegt að harka af sér mígrenið? Skammturinn sem um ræðir er 100mg vóstar S og Imigran (nefúði).


Komdu sæl.

Oft er eins og migrenið lagist á meðan á meðgöngu stendur, kemur sjaldnar eða vægar en venjulega.  Alla lyfjanotkun þarf að ræða við lækni en ég get sagt þér að Vóstar máttu ekki taka á meðgöngunni þar sem það lokar fósturæðinni. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. febrúar 2012.