Spurt og svarað

06. febrúar 2012

Migreni

Kæra Ljósmóðir

Ég þjáist af alvarlegru mígreni og vil verða ólétt. Ég hef áhyggjur af því að mígrenislyfin geti haft áhrif á þroska fóstursins. Er óhætt að taka þessi lyf á meðgöngu eða er nauðsynlegt að harka af sér mígrenið? Skammturinn sem um ræðir er 100mg vóstar S og Imigran (nefúði).


Komdu sæl.

Oft er eins og migrenið lagist á meðan á meðgöngu stendur, kemur sjaldnar eða vægar en venjulega.  Alla lyfjanotkun þarf að ræða við lækni en ég get sagt þér að Vóstar máttu ekki taka á meðgöngunni þar sem það lokar fósturæðinni. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. febrúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.