Mikil vatnsdrykkja á meðgöngu

13.05.2008

Sæl!

Ég er sólgin í ískalt vatn, drekk auðveldlega 2-3 lítra á dag. Er það í lagi? Getur of mikil vatnsdrykkja haft einhver áhrif á líkamann á meðgöngu, skolað út steinefnum eða eitthvað þess háttar?

Takk.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Já það er í lagi fyrir þig að drekka slíkt magn af vatni. Það er mælt með að þungaðar konur drekki 6 - 8 glös af vatni á dag, sem eru ca. 2 - 2.5 l.  Dagleg vatnsdrykkja umfram vatnsþörf er í sjálfu sér ekki holl en þó yfirleitt skaðlaus þar sem vatn umfram þörf er auðveldlega losað með þvagi og öðrum leiðum.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.


Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. maí 2008.