Spurt og svarað

20. október 2013

Miklir kviðverkir neðarlega á 11. viku

Sæl
Ég er komin 11 vikur og er núna búin að vera með mikla kviðverki í sólarhring og er ekkert að hætta, neðarlega í kviðnum og er svona eins og ég fái krampa inn á milli sem vara í stutta stund allan tímann. Fór á klósett áðan og það kom mjög ljóst blóð þunnt þegar ég pissaði. Þegar ég var komin 9 vikur þá fór að blæða dökku blóði en engir verkir og ég fór beint í sónar og það kom bara flott fóstur og góður hjartsláttur í ljós og allt í fína. Hvað getur þetta verið? Kveðja, ein hrædd.
Sæl
Það er alltaf erfitt að segja til um hvað er að gerast í gegnum svona fyrirspurn. Það er nokkuð algengt að það blæði aðeins snemma á meðgöngu og oft ekkert til að hafa áhyggjur af, þó er blæðingin oftast án verkja. Það getur verið að eitthvað sé að sem þarf að rannsaka nánar og gott að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Nokkrar ástæður geta verið fyrir blæðingu á meðgöngu, t.d. lágsæt fylgja og viðkvæmur legháls en einnig getur verið um fósturlát að ræða.
Ég ráðlegg þér að hafa samband við þinn kvensjúkdómalækni og fá að koma í skoðun ef þú getur fengið tíma á morgun. Ef þú getur ekki fengið tíma er alltaf hægt að hafa samband við kvenlækningadeild Landspítalans ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu, eða kvennadeild á þínu landshorni.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. október 2013.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.