Spurt og svarað

13. febrúar 2008

Miklir samdrættir og meðgöngusund

Ég er komin 29 vikur á leið og er búinn að vera mjög slæm af samdráttum undanfarnar 3 vikur og hef verið bent á að minnka við mig vinnuna.

Er í lagi að fara í meðgöngusund þótt maður sé rosalega slæmur af samdráttum?

Kv

 


Komdu sæl

Það fer svolítið eftir því hvað rosalega mikið er mikið.  Ég myndi túlka rosalega mikið þannig að þú ættir að vera í algjörri hvíld en þar sem þér hefur bara verið ráðlagt að minnka við þig vinnuna (ég tek því svo að ljósmóðir hafi ráðlagt þér það) ertu kannski ekki svo rosalega slæm.

Ég ráðlegg þér að spyrja ljósmóðurina þína að þessu því hún getur byggt svarið á nákvæmari upplýsingum.  Á flestum heilsugæslustöðvum hafa ljósmæður símatíma sem þú getur notfært þér til að fá svör við spurningunni.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13. febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.