Mislingar í Berlín

28.02.2015

Góðan dag og takk fyrir góðan vef. Nú eru fréttir um mislingafaraldur í Berlin, Kaupmannahöfn og í Bandaríkjunum, og í Berlín lést barn á öðru ári í síðustu viku. Mig langar til að spyrja hvort fóstur séu í einhverri hættu ef móðirin hefur verið bólusett? Ég er á leiðinni til Berlínar eftir tvær vikur, þá komin 29 vikur en get ekki hugsað mér að fara ef það er hættulegt fyrir fóstrið. Með fyrirfram þökkum.

 

Heil og sæl, nei þú ert með mótefni gegn mislingum þar sem þú ert bólusett og smitast því ekki af þeim. Þú getur því notið lífsins áhyggjulaus í Berlín. Góða ferð.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.feb.2015