Spurt og svarað

02. september 2008

Missti af hnakkaþykktarmælingu

Sælar.

Við staðfestingu þungunar hjá lækni kom í ljós að ég er gengin 15 vikur og 2 daga (áætlað eftir stærðarmælingu). Hef því misst af 11.-14. vikna sónar og þar af leiðandi hnakkaþykktarmælingu. Í ljósi þess að ég er að verða 37 ára finnst mér það frekar bagalegt og ekki beint fýsilegt að fara í legvatnsástungu í ljósi mikillar áhættu á fósturmissi (1%) eða afleiðingu fyrir fóstur.

Er ekki hægt að fá gerða skimun fyrir litningagalla í blóðrannsókn án þess að hafa hnakkaþykktarmælinguna til viðmiðunar, t.d. Triple Screening? Augljóslega minni nákvæmni (60% vs. 90%) en samt... svona til að æða ekki í þessa legvatnsástungu?

Kveðja, gamalmenni á 15. viku.


Sæl vertu!

Það er hægt að fara í blóðprufu á þessum tíma með um 60% næmi. Við sendum sýnið til Bretlands og það tekur nokkra dag að fá svarið. Einnig getur þú fengið legvatnsástungu og það er 1% líkur á að missa fóstur í kjölfarið.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Kristín Rut Haraldsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur fósturgreiningardeild LSH,
2. september 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.