Missti af hnakkaþykktarmælingu

02.09.2008

Sælar.

Við staðfestingu þungunar hjá lækni kom í ljós að ég er gengin 15 vikur og 2 daga (áætlað eftir stærðarmælingu). Hef því misst af 11.-14. vikna sónar og þar af leiðandi hnakkaþykktarmælingu. Í ljósi þess að ég er að verða 37 ára finnst mér það frekar bagalegt og ekki beint fýsilegt að fara í legvatnsástungu í ljósi mikillar áhættu á fósturmissi (1%) eða afleiðingu fyrir fóstur.

Er ekki hægt að fá gerða skimun fyrir litningagalla í blóðrannsókn án þess að hafa hnakkaþykktarmælinguna til viðmiðunar, t.d. Triple Screening? Augljóslega minni nákvæmni (60% vs. 90%) en samt... svona til að æða ekki í þessa legvatnsástungu?

Kveðja, gamalmenni á 15. viku.


Sæl vertu!

Það er hægt að fara í blóðprufu á þessum tíma með um 60% næmi. Við sendum sýnið til Bretlands og það tekur nokkra dag að fá svarið. Einnig getur þú fengið legvatnsástungu og það er 1% líkur á að missa fóstur í kjölfarið.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Kristín Rut Haraldsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur fósturgreiningardeild LSH,
2. september 2008.