Spurt og svarað

02. september 2008

Misstórir tvíburar í sónar

Hæ, hæ!

Mig langar að forvitnast. Ég var að koma úr sónar og er komin 13 vikur með tvíbura og langar að vita hvort það sé eðlilegt að annar sé minni en hinn. Þeir eru mældir 58 mm og svo 64 mm. Er þetta óeðlilega mikill munur? Þetta var ekkert útskýrt fyrir mér í sónar og ég sá þetta bara a blaðinu þegar ég var farin út.

Með von um góð svör tvíburamamman.


Sæl vertu!

Það er mjög algengt að einhver mismunun sé á mælingum milli tvíbura. Það er meðal annars þess vegna sem við skoðum tvíbura mun oftar en einbura. Það skipti einnig máli hvort um eineggja eða tvíeggja tvíbura er um að ræða. Í þessu tilviki er ekki mikill munur á milli þeirra og þess vegna ekkert verið að ræða það sérstaklega, en vel er fylgst með þessu í næstu skoðun.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Kristín Rut Haraldsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur fósturgreiningardeild LSH,
2. september 2008.





Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.