mmmm Subway!!

16.04.2015

Hæ hæ ég fór allt í einu að pæla hvort það væri ekki óhætt að borða subway á meðgöngu t.d. með skinku og kalkúnsbringu ? getur verið listeria í skinku? takk fyrir frábæran vef :-)

 

Heil og sæl, það er í lagi að borða soðið kjöt. Ef skinkan er hráskinka mundi ég ráðleggja þér að forðast hana. Kalkúnakjöt er örugglega eldað svo það er í lagi og elduð skinka er í lagi. Gangi þér vel.

 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. apríl 2015