Möndlumjólk á meðgöngu

12.07.2011

Hæ,hæ, takk fyrir frábæran vef!

Ég var að pæla hvort það sé óhætt að drekka möndlumjólk á meðgöngu, t.d. úti morgunhristing.


Sæl og blessuð!

Möndlumjólk er sérlega næringarrík, inniheldur m.a. mikið af kalki þannig að hún er fínn drykkur fyrir barnshafandi konur. Möndlur eru líka góðar sem snakk á milli mála.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júlí 2011.